1

HN

11

Smelltu til að spila

11

Húrra! Jibbííííííí! Okkur tókst það! Í fimmta sinn á sex árum! Á Ímark-markaðsverðlaunahátíðinni 2014 fengum við þau verðlaun, þann lúður sem okkur þykir mest um vert að fá: Verðlaun fyrir árangursríkustu auglýsingaherferðina! Við höfum alltaf hlotið tilnefningu í árangursflokknum og unnið gull í fimm af þeim sex skiptum sem auglýsinga-árangurskeppnin hefur verið haldin á Íslandi.

Betri en þú – lambakjötsherferðin okkar - sigraði og var dómnefndin einróma um valið. Við þökkum Markaðsráði lambakjöts fyrir samstarfið, strákunum í Netráðgjöf fyrir leitarvélasnillina, Pétri Jónssyni í Medialux fyrir lagið, Bógó og Lóló fyrir söngin, Outcome fyrir vef- og appsnillina, Pegasus fyrir frísklegustu skot sumarsins og handboltalandsliðunum fyrir að vera frábær, náttúrulega!
Herferðin “Betri en þú” er fyrsta auglýsingaherferðin sem tilnefnd er í báðum stærstu flokkunum hjá Ímark – árangursverðlaunflokknum og fyrir bestu herferðina.

Til að kóróna gleðina hlutum við einnig verðlaun fyrir besta markpóstinn með alþjóðlega útsendiefninu: „Check the cork for quality.“ Unnið í góðu samstarfi við Kötlu matvælaiðju ehf. Við sendum út flöskuskeyti til stórra erlendra framleiðslufyrirtækja en í tappanum, sem var var í raun USB-lykill, voru falin gæðaskilaboð. Þegar lyklinum var stungið í samband, opnaðist vefsíða sem var sérstaklega hönnuð fyrir viðtakendur póstsins. Póstinum var svo fylgt á eftir, í samræmi við svörun viðtakenda á vefnum – og allt gekk svona ljómandi vel.

Í ár fengum við fimm tilnefningar í fjórum flokkum. Við erum sátt  á meðan við höldum áfram að vinna stærstu verðlaunin. Ef þú ert að leita að árangri, þá ertu á réttri vefsíðu!

23

24

25