Íslandsbanki

Fjárhagsleg heilsa

Um verkefnið

Andleg og líkamleg heilsa fá oft verðskuldaða athygli þegar rætt er um vellíðan og jafnvægi í lífinu. Við leggjum okkur fram við að hreyfa okkur, borða rétt og hlúa að andlegri líðan, en einn mikilvægur þáttur gleymist oft í umræðunni: fjárhagsleg heilsa.
Fjárhagslegt öryggi og góð yfirsýn yfir fjármálin getur skipt sköpum fyrir heildarjafnvægi í lífinu, óháð aldri okkar og stöðu.

Markmið

Markmið herferðarinnar var fyrst og fremst að einblína á mikilvægi fjárhagslegrar heilsu, sem helst í hendur við bæði andlega og líkamlega heilsu í lífi fólks. Að sama skapi vildum við búa til mannlega herferð þar sem lögð var áhersla á þá staðreynd að hugmyndir ganga ekki alltaf upp í fyrstu tilraun og að margar þeirra þurfi að þróa og framkvæma nokkrum sinnum áður en þær verða að veruleika. Þannig er bara lífið.

Niðurstaða

Það er í góðu lagi að gera stundum mistök í fjármálum eins og annarsstaðar. Hvort sem áskoranir eru smáar eða stórar, eru fjármál fyrst og fremst hluti af lífinu.

Byggjum á fjárhagslegri heilsu

Augnablik úr lífi okkar þar sem fjármálin eru ómissandi hluti af heildarmyndinni.

Blaðaauglýsing fyrir Íslandsbanka hönnuð frá grunni af grafískum hönnuðum Hér og Nú auglýsingastofu
Blaðaauglýsing fyrir Íslandsbanka sem leggur áherslu á fjárhagslega heilsu, sköpuð af Hér og Nú auglýsingastofu

Hvort sem áskoranir eru smáar eða stórar eru fjármál fyrst og fremst hluti af lífinu.

Auglýsing fyrir Íslandsbanka sem hönnuð var af auglýsingastofunni Hér og Nú
Auglýsing fyrir Íslandsbanka sem hönnuð var af Hér&Nú auglýsingastofu

Skoðaðu næsta verkefni