Kvika

Banki umbreytinga.

Um verkefnið

Með sameiningu tveggja stórra aðila á fjárfestingarbankasviði opnaðist tækifæri til að nálgast bankaviðskipti á Íslandi á nýjan hátt. Ákveðið var að þróa stefnu sem efldi bankann sem umbreytingarafl og var gengið út frá því að upplifun viðskiptavina yrði frekar efld í gegnum ásýnd bankans og áþreifanlega umgjörð en áður.
Við fengum að vera með í þessu ferli frá upphafi og velja nafn, búa til merki og skapa hönnunarheim sem leiddi viðskiptavini og samstarfsaðila inn í heim Kviku banka.

Markmið

Að skapa ásýnd fyrirtækis sem gæti hafa verið til í 100 ár og mun vera til staðar í að minnsta kosti 100 ár til viðbótar.

Hönnun

Öll hönnun tók mið af grunnhugmyndafræðinni um banka umbreytinga. Allt var hannað út frá þessari grunnhugmyndafræði, allt frá nafni bankans til raddar á símsvara, frá prentgripum til rafræns heims og frá auglýsingum til innra rýmis bankans.

Niðurstaða

Valið vörumerki ársins á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum.

Myndefni fyrir Kviku var í klassískum svarthvítum lit og sýnir hér Jökulsárlón, hannað af Hér&Nú auglýsingastofu
Myndefni fyrir Kviku í svarthvítum stíl, hannað af Hér og Nú auglýsingastofu
Fágað og svarthvítt myndefni fyrir mörkun Kviku sem hannað var af Hér og Nú auglýsingastofu
Svarthvítt myndefni fyrir mörkun Kviku sem var skapað og hannað af Hér og Nú auglýsingastofu

Markhópur

Markhópurinn sem unnið var út frá var hópur sem taldi 100 manns, starfsmenn bankans. Okkar fremsta fólk í fjármálaheiminum, handvalið til að sjá um þín fjármál.

Grafísk hönnun fyrir innanhús efni Kviku banka var hannað frá grunni af Hér og Nú auglýsingastofu
Bréfumslög sem voru sérhönnuð fyrir Kviku banka af Hér&Nú auglýsingastofu

Allt bréfsefni og aðrar skrifstofuvörur fyrir innanhús notkunar voru hannaðar af Hér&Nú auglýsingastofu
Gjafir til starfsmanna og viðskiptavina eru í sérhönnuðum pakkningum sem Hér&Nú auglýsingastofa hannaði

Innanhússhönnun

Öll umgjörð Kviku var unnin af hönnuðum Hér&Nú. Hönnuðir HAF Studio og ljósmyndarinn Marinó Thorlacius áttu einnig ríkan þátt í vinnu við að staðsetja og marka vörumerkið í umhverfi bankans.

Móttökuborð á skrifstofu Kviku banks var hannað af Hér&Nú auglýsingastofu
Skrifstofa Kviku banka er glæsileg og hjálpaði Hér&Nú auglýsingastofa við útlitið
Hér&Nú auglýsingastofa sá um mörkun Kviku banka frá grunni
Hönnun fyrir Kviku banka var ekki bara til notkunar út á við, heldur innanhús á skrifstofunni að auki, og var Hér&Nú til staðar við mörkunina alla leið
Kviku banki fékk Hér&Nú auglýsingastofu til þess að sjá um mörkun og hönnun fyrir fyrirtækið
Merki Kviku sést á veggjum skrifstofunnar í turninum við Katrínartún og var það hannað af grafískum hönnuðum Hér&Nú auglýsingastofu
Kvika banki fékk Hér&Nú auglýsingastofu til þess að hanna fágað og tímalaust merki sem prýðir veggi skrifstofu þeirra

Skoðaðu næsta verkefni